Strandblakvöllurinn á Sauðárkróki er í eldri kantinum. Sandurinn er með grófara lagi, súlurnar lúnar og einnig netið. Engar línur eru á vellinum.
Væntanlega verður völlurinn eitthvað tekinn í gegn í sumar (2014) þar sem Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Króknum um verslunarmannahelgina, en þar verður strandblak í boði.
Meðfylgjandi mynd er fengin að láni af gömlum vef heimamanna