Gar­ur

V÷llurinn sem er 3 stj÷rnu v÷llur a­ okkar mati, ß mj÷g fallegu og myndrŠnu svŠ­i ˙tß Gar­skaga ß Reykjanesi. Engin a­sta­a er Ý kring heldur stendur

Gar­ur

Völlurinn sem er 3 stjörnu völlur að okkar mati, á mjög fallegu og myndrænu svæði útá Garðskaga á Reykjanesi.
Engin aðstaða er í kring heldur stendur völlurinn eins og vin í eyðimörk. Fínn völlur hjá Garðbúum og fá þeir hrós fyrir hve skamman tíma það tók þá frá því ákvörðun var tekin um að fara í vallarsmíð þar til hann var tilbúin, en það voru rétt rúmar 2 vikur. Ef völlurinn á að vera betur nýttur þá væri líklega betri aðstaða fyrir hann hjá skólanum og íþróttahúsi staðarins, en þar er líka gott skjól. En glæsilegt framtak og til hamingju með völlinn.    

 Strandblakvöllur Garðinum / Beach Volley court

Mat á velli Athugasemdir Stjörnugjöf
Sandur grófleiki/fínleiki Sandurinn er fenginn úr fjörunni um 70 metra frá vellinum. Fínleikinn er bara mjög góður, léttur sandur og gott að spila í honum. Mikið af grjóti í upprunalega sandinum en hann var hreinsaður og því mjög góður.
Net - súlur - línur Alvöru Funtec græjur keyptar í Altis. Eins og þær gerast bestar.
Öryggissvæði í kringum völl Mjög gott öryggissvæði meðfram vellinum. Vel af sandi í kring og svo gras sem tekur þar við.

Fjöldi valla 1 völlur
Skjólsælt Skjólið er nákvæmlega ekkert. Völlurinn er opin frá öllum áttum nema kannski af hafi þá gæti sjávargarðurinn brotið vindinn aðeins.

        

SvŠ­i

Blaksamband ═slands

Engjavegi 6 á| á104 ReykjavÝk

SÝmi 514 4111 á| áFax 514 4112

Netfang bli@bli.isá

Pˇstlisti

Skrß­u ■ig ß pˇstlistann okkar

Deildu okkur

Deildu okkur á veraldarvefnum.