Úrslit Íslandsmóts U-hópa í strandblaki 2018

Úrslit Íslandsmóts U-hópa í strandblaki 2018 Íslandsmót U-hópa fór fram um helgina í laugardalnum í fámuna veðurblíðu.

Fréttir

Úrslit Íslandsmóts U-hópa í strandblaki 2018

Margur er knár þó hann sé smár!
Margur er knár þó hann sé smár!

Keppt var í U17 og U15 stúlkna og mættu sex lið galvösk til leiks á laugardagsmorgni. Keppni U19 drengja fór fram á sunnudagsmorgninum. Veðurguðirnir buðu þátttakendum upp á úrvals aðstæður til strandblaks, hár hreyfðist varla á höfði og sólin sýndi sig allan tímann. 

Eftirtektarvert var að sjá framfarir hjá liðunum, sem hafa mörg hver tekið þátt í stigamótum sumarsins. Yngstu keppendurnir voru 11 ára gamlar og gáfu þeim eldri lítið eftir. 

Úrslit helgarinnar voru sem hér segir: 

U19 karla:

Gull hlutu Hilmir Berg Halldórsson og Ólafur Örn Thoroddsen, silfur Hermann Hlynsson og Elvar Örn Halldórsson og brons Davíð Freyr og Egill Þór Beck. Kristinn Freyr Ómarsson og Eduard Constantin Bors voru gestir mótsins og stóðu sig með mikilli prýði, en kepptu ekki til úrslita. 

U17 kvenna: 

Gull hlutu Jóna Margrét Arnarsdóttir og Daniela Grétarsdóttir, silfur Ragnhildur Guðrún Guðmundsdóttir og Heiðdís Emma Sigurðardóttir, og brons Katla Logadóttir og Katrín Sunna Hlynsdóttir. 

U15 kvenna: 

Gull hlutu Ragnhildur Guðrún Guðmundsdóttir og Heiðdís Emma Sigurðardóttir, silfur Katla Logadóttir og Katrín Sunna Hlynsdóttir og brons Arndís og Úlfheiður. 

Bent er á að úrslit U15 er ekki að finna í mótakerfinu, en þau voru sem hér segir:

Strandblaksnefnd Blaksambands Íslands óskar vinningshöfum, sem og öllum sem tóku þátt í mótum sumarsins, innilega til hamingju með frábæran árangur. Sumarið 2019 bíður okkar allra og það verður gaman að sjá alla í sandinum að ári. 
 
Lifi strandblakið!

Athugasemdir

Svæði

Blaksamband Íslands

Engjavegi 6  |  104 Reykjavík

Sími 514 4111  |  Fax 514 4112

Netfang bli@bli.is 

Póstlisti

Skráðu þig á póstlistann okkar

Deildu okkur

Deildu okkur á veraldarvefnum.