Lið ársins og viðurkenningar í Unbrokendeildum

Eftir að síðasta leik lauk í Unbroken deildum karla og kvenna þá hófst kosning í lið ársins. Kosningarétt höfðu þjálfarar (40%) og fyrirliðar (40%) liðanna í deildunum og gildir tölfræðin yfir árið 20%.
Kosið var í stöðurnar 7 á vellinum auk besta þjálfara hvorrar deildar.
Einnig var kosið um besta íslenska leikmanninn og besta erlenda leikmanninn ásamt efnilegasta leikmanni deildarinnar.
Að lokum var kosið um besta dómara deildanna og svo kaus dómaranefnd og stjórn um hvaða félag fær félagsverðlaun fyrir góða umgjörð í deildinni.

Allar viðurkenningar verða afhendar á heimaleikjum hvers leikmanns í vikunni og hvetjum við áhorfendur að mæta snemma og fagna með leikmönnum og félögum.

Lið ársins – Unbrokendeild karla
StaðaLeikmaðurFélag
UppspilariDamian SaporHamar
DíóRaul Garcia AsensioÞróttur Fj.
FrelsingiAustris BukovskisHamar
KanturRoman PlankinAfturelding
KanturTomek LeikHamar
MiðjaGísli Marteinn BaldvinssonKA
MiðjaHafsteinn ValdimarssonHamar
ÞjálfariBorja González VicenteAfturelding
Besti íslenski leikmaðurinnHafsteinn Már SigurðssonAfturelding
Besti erlendi leikmaðurinnTomek LeikHamar
Efnilegasti leikmaðurinnTómas DavidsonHK
Lið ársins – Unbrokendeild kvenna
StaðaLeikmaðurFélag
UppspilariDaníela GrétarsdóttirAfturelding
DíóThelma Dögg GrétarsdóttirAfturelding
FrelsingiRut RagnarsdóttirAfturelding
KanturHelena GunnarsdóttirKA
KanturJulia Bonet CarrerasKA
MiðjaValdís Unnur EinarsdóttirAfturelding
MiðjaDanielle ForresterÁlftanes
ÞjálfariMiguel Mateo CastrilloKA
Besti íslenski leikmaðurinnThelma Dögg GrétarsdóttirAfturelding
Besti erlendi leikmaðurinnJulia Bonet CarrerasKA
Efnilegasti leikmaðurinnAuður PétursdóttirKA

Ólafur Jóhann Júlíusson var kosinn besti dómari deildarinnar en hann er einnig að klára alþjóðleg dómararéttindi í blaki.

Félagsverðlaun fyrir umgjörð leikja í Unbrokendeildum fá Afturelding og Hamar.

Verðlaunin verða veitt á eftirfarandi leikjum:
þri. 2. apríl
Leikmenn og þjálfari karlaliðs Aftureldingar kl. 18:00 að Varmá
Leikmenn karlaliðs Þróttar Fjarðabyggðar kl. 19:30 í Neskaupstað
Ólafur Jóhann Júlíusson, dómari kl. 18:00 að Varmá
mið. 3. apríl
Leikmenn karlaliðs Hamars kl. 19:30 í Hveragerði
Leikmenn kvennaliðs Aftureldingar kl. 20:00 að Varmá
fös. 5. apríl
Leikmenn karlaliðs HK kl. 19:30 í Digranesi
Leikmenn karlaliðs KA kl. 19:30 í KA heimilinu
lau. 6. apríl
Leikmenn kvennaliðs Álftaness kl. 14:00 á Húsavík
fim. 11. apríl
Leikmenn og þjálfari kvennaliðs KA kl. 19:30 í KA heimilinu