Blaksamband ═slands

Blaksamband ═slandsáhefur ßkve­i­ a­ leggja ßherslu ß blak fyrir yngstu aldurshˇpanna ß nŠstu ßrum. Einkum ver­ur l÷g­ rŠkt vi­ b÷rn ß aldrinum 6 til 12

Hva­ er krakkablak?

Blaksamband Íslands hefur ákveðið að leggja áherslu á blak fyrir yngstu aldurshópanna á næstu árum. Einkum verður lögð rækt við börn á aldrinum 6 til 12 ára, m.a. með því að kynna nýjan leik, krakkablak.

Þú finnur allt um krakkablak á þessari síðu

 

Tímamótasamningur við Blaksamband Danmerkur (DVFB)

Þann 12. apríl 2003 skrifuðu fulltrúar íslenska- og danska blaksambandsins undir tímamótasamning um þýðingarrétt á kennsluefni í blaki. Þetta blakefni hefur danska blaksambandið unnið í samvinnu við hollenska blaksambandið og ber það heitið “KidsVolley” eða Krakkablak. Um er að ræða byltingarkennda aðferð við að kenna blak í yngstu aldurshópunum en hingað til hefur verið talið vonlítið að byrja að kenna krökkum blak fyrr en við 10-12 ára aldurinn vegna þess hversu tæknilega erfið íþróttin er. Einnig hefur komið á markaðinn nýr frábær bolti sem er bæði léttari og mýkri en venjulegur blakbolti og gerir ungum krökkum, allt niður í 6 ára kleift að spila blak. Þetta tvennt nýjar leikaðferðir með Krakkablakaðferðinni og nýr bolti gerbreyta möguleikunum til kennslu blaks.

 

Hvað er Krakkablak?

Krakkablak
Krakkablak er hinn fullkomni blakleikur fyrir 6 til 12 ára krakka.

Þess vegna Krakkablak!
Þú getur spilað krakkablak frá því að þú byrja að æfa. Krakkablak tekur mið af hreyfifærni leikmanna og þróun í getu.
Það skiptir engu máli hvort þú ert nýbyrjaður að æfa eða hefur æft, því allir geta spilað krakkablak.

Krakkablak hefur allt;

* Það er skemmtilegt
* Allir geta verið með
* Það er áskorun fyrir alla - styrkleikastig fyrir alla.
* Maður er alltaf á hreyfingu
* Rétt þróun í barnsins hreyfiþroska
* Erfileikagráða tækniæfinga fer stighækkandi
* Það er gaman og þú svitnar


Það er gaman og þú svitnar!
Krakkablak er leikur sem gangur er í, sem allir geta spilað í félaginu, skólanum, heildagsskólanum, úti á grasvelli osfrv. Það þar einungis bolta og net.

Krakkablak í 5. styrkleikastigum
Spilið þróast frá því að vera “bara” að hreyfa sig, til kasta og grípa hreyfinga, til blak slaga og smassa þangað til að að við höfum tilbúinn “blakleik”.

* Stig 1 og 2 byggir á snúningskerfinu og er byggt upp fyrir 6 til 9 ára gamla krakka.
* Stig 3 er með öll blakslögin, en það er leyfilegt að grípa annan bolta. Spilið þróar leikfræðilega skilning á blaki
* Stig 4 og 5 er það sem við könnumst við sem mini blak.

Það sem er líkt með öllum 5 stigunum er

* Það eru 4 leikmenn inná í einu
* Það er mælt með að spilað sé með krakkabolta, td. Mikasa Ultra lite, sem líkist venjulegum blakbolta en er léttari og mýkri.
* Það er dæmt eftir getu liðanna


Ef ekkert annað er nefnt er spilað eftir reglum Blaksambands Íslands

Leikreglur í krakkablaki pdf

SvŠ­i

Blaksamband ═slands

Engjavegi 6 á| á104 ReykjavÝk

SÝmi 514 4111 á| áFax 514 4112

Netfang bli@bli.isá

Pˇstlisti

Skrß­u ■ig ß pˇstlistann okkar

Deildu okkur

Deildu okkur á veraldarvefnum.