Blaksamband Íslands

Einkenni leiksins: Blak er hópíţrótt leikin af tveimur liđum á velli sem skipt er međ neti. Markmiđ ţátttakenda er ađ senda knöttinn yfir netiđ og í

Leikreglur í blaki

Einkenni leiksins:

Blak er hópíþrótt leikin af tveimur liðum á velli sem skipt er með neti.

Markmið þátttakenda er að senda knöttinn yfir netið og í völlinn hjá andstæðingunum, og að koma í veg fyrir að hann fari í gólfið sín megin.Knettinum er komið í leik af hægri varnarmanni. Hann gefur upp með því að slá knöttinn yfir netið og til andstæðinganna.

Hvoru liði er heimilt að leika knettinum þrisvar (auk hávarnar) áður en hann er sendur til andstæðinganna. Leikmanni (nema hann hafi verið í hávörn) er óheimilt að leika knettinum tvisvar í röð.

Knötturinn er í leik þar til hann snertir gólfið, lendir utan vallar eða öðru hvoru liðinu mistekst að koma honum frá sér á löglegan hátt.Í blaki fær það liðið stig sem vinnur skorpu. Vinni liðið sem tók á móti uppgjöf skorpu öðlast það réttinn til að gefa upp og skal þá jafnframt færast um eina stöðu á vellinum réttsælis (miðað við norðurhvel jarðar) þannig að tryggt sé að allir leiki bæði aftur á velli og við netið.

Lið vinnur hrinu með því að skora 25 stig, að því tilskildu að það hafi a.m.k. tveggja stiga forystu, og vinnur leikinn með því að sigra í þrem hrinum. Oddahrina vinnst þó með 15 stigum enda hafi liðið a.m.k. tveggja stiga forystu.

Leikreglur (uppfært 11. sept 2009)
Dómgæsluafbrigði - Casebook 2014

Sports Regulations

Nýjustu reglurnar TEXT FILE
Leiðbeiningar á íslensku
Leiðbeiningar á ensku (english)

 

Svćđi

Blaksamband Íslands

Engjavegi 6  |  104 Reykjavík

Sími 514 4111  |  Fax 514 4112

Netfang bli@bli.is 

Póstlisti

Skráđu ţig á póstlistann okkar

Deildu okkur

Deildu okkur á veraldarvefnum.