Þróttur Nes í undanúrslitin

Þróttur Nes í undanúrslitin Síðasti leikur 8 liða úrslita Kjörísbikar kvenna fór fram í gærkvöld þegar Þróttur Nes tryggði sér miða í Höllina eftir sigur

Fréttir

Þróttur Nes í undanúrslitin

Síðasti leikur 8 liða úrslita Kjörísbikar kvenna fór fram í gærkvöld þegar Þróttur Nes tryggði sér miða í Höllina eftir sigur á Völsungi á Húsavík. 

Heimakonur byrjuðu leikinn betur í gær og unnu fyrstu hrinuna 25-22. Þróttur Nes náði að jafna eftir sigur í annarri hrinunni 25-14. Þróttur Nes vann svo þriðju hrinuna 25-19 og einnig fjórðu hrinu 25-19 og þar með leikinn 3-1. Þróttur Nes því áfram í undanúrslit Kjörísbikars kvenna. 

Þau lið sem tryggðu sér sæti í undanúrslitunum í Kjörísbikar kvenna eru:  HK, Afturelding, Stjarnan og Þróttur Nes. Dregið verður í undanúrslitin þriðjudaginn 21. mars nk. 

Þau lið sem tryggðu sér sæti í undanúrslitunum í Kjörísbikar karla eru:  HK, Stjarnan, Afturelding og Vestri. 


Athugasemdir

Svæði

Blaksamband Íslands

Engjavegi 6  |  104 Reykjavík

Sími 514 4111  |  Fax 514 4112

Netfang bli@bli.is 

Póstlisti

Skráðu þig á póstlistann okkar

Deildu okkur

Deildu okkur á veraldarvefnum.