Stór hópur á Ítalíu

Stór hópur á Ítalíu Íslensk kvennalandslið eru á Ítalíu um páskana við æfingar og keppni í æfingamótum. Alls eru 41 leikmaður í ferðinni sem mynda þrjú

Fréttir

Stór hópur á Ítalíu

U16 og B landslið
U16 og B landslið

Íslensk kvennalandslið eru á Ítalíu um páskana við æfingar og keppni í æfingamótum. Alls eru 41 leikmaður í ferðinni sem mynda þrjú lið. 

Ísland heldur til Ítalíu með kvennalið fjórða árið í röð en það er fyrir tilstilli Daniele Capriotti, aðalþjálfara kvennalandsliða Íslands að þessi ferð er farin um hverja páska. Að þessu sinni má segja að sent sé B lið Íslands en aðeins tveir leikmenn af 15 í liðinu voru í A liðinu á síðasta ári. Þetta lið tekur þátt í Pasqua Challenge með Skotlandi, Liechtenstein og ítölsku félagsliði.

Hópurinn sem spilar fyrir Ísland á Pasqua Challenge er eftirfarandi:

Thelma Dögg Grétarsdóttir, Galina – Sviss
Matthildur Einarsdóttir, HK
Birta Rós Þrastardóttir, HK
Sigríður Gísladóttir, HK
Gígja Guðnadóttir, Ikast – Danmörk
Eldey Hrafnsdóttir, Þróttur R
Arnrún Eik Guðmundsdóttir, KA
Unnur Árnadóttir, Ikast – Danmörk
Eyrún Tanja Karlsdóttir, KA
Auður Líf Benediktsdóttir, Vestri
Anna Védís Bjarnadóttir, Völsungur
María Gunnarsdóttir, Þróttur R
Erla Bjarný Jónsdóttir, Þróttur R
Tinna Sif Arnarsdóttir, Þróttur R
Elísabet Nhien Yen Huynh, Þróttur R

Þjálfari: Daniele Mario Capriotti
Aðstoðarþjálfari: Francesco Napoletono
Leikgreinir: Ólafur Jóhann Júlíusson
Sjúkraþjálfari: Sigurður Örn Gunnarsson
Fararstjóri: Kristján Geir Guðmundsson

Ísland vann í dag lið Liechtenstein 3-1 en tapaði fyrir Skotlandi á fyrsta degi 3-1 en í gær spilaði liðið við ítalskt félagslið, Pagliare Volley en það lið þjálfar Fransesco Napotelano. Ísland tapaði þeim leik 3-0. Við bendum á að www.blakfrettir.is fjölluðu ítarlega um alla leikina í mótinu.

Easter Volley er mótið sem yngrilandsliðin keppa á og koma þar að lið alls staðar að úr heiminum. Ísland sendir í ár til leiks tvö lið skipuð leikmönnum 16 ára og yngri og er hópurinn eftirfarandi:

Daníela Grétarsdóttir, Afturelding
Rut Ragnarsdóttir, Afturelding
Valdís Unnur Einarsdóttir, Afturelding
Oddný Halla Haraldsdóttir, BF
Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir, HK
Líney Inga Guðmundsdóttir, HK
Sara Stajonavic, HK
Heba Sól Stefánsdóttir, HK
Sara Ósk Stefánsdóttir, HK
Elísa Maren Ragnarsdóttir, Huginn
Helena Lind Ólafsdóttir, Huginn
Sóley Karlsdóttir, KA
Ninna Rún Vésteinsdóttir, KA
Andrea Þorvaldsdóttir, KA
Bríet Ýr Gunnarsdóttir, KA
Emelía Steindórsdóttir, KA
Jóna Margrét Arnarsdóttir, KA
Heiðbrá Björgvinsdóttir, Leiknir
Sóldís Björt Leifsdóttir Blöndal, Vestri
Arney Kjartansdóttir, Völsungur
Alexandra Ýr Ingvarsdóttir, Þróttur N
Eyrún Arna Ingólfsdóttir, Þróttur N
Íris Ósk Ólafsdóttir, Þróttur N
Ester Rún Jónsdóttir, Þróttur N
Hekla Hrafnsdóttir, Þróttur R
Katla Hrafnsdóttir, Þróttur R

Þjálfari: Ásta Sigrún Gylfadóttir
Þjálfari: Ingólfur Hilmar Guðjónsson
Aðstoðarmaður: Stefán Jóhannesson
Sjúkraþjálfari: Baldur Rúnarsson
Fararstjóri: Hrefna Brynjólfsdóttir

Liðin hafa spilað nokkra leiki frá því í gær og hafa engir leikir unnist enn. Á morgun er lokadagurinn og spila liðin í fyrramálið lokaleikinn sinn. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu EasterVolley


Athugasemdir

Svæði

Blaksamband Íslands

Engjavegi 6  |  104 Reykjavík

Sími 514 4111  |  Fax 514 4112

Netfang bli@bli.is 

Póstlisti

Skráðu þig á póstlistann okkar

Deildu okkur

Deildu okkur á veraldarvefnum.