Stjarnan Íslandsmeistari í blaki karla

Stjarnan Íslandsmeistari í blaki karla Stjarnan tryggđi sér Íslandsmeistaratitilinn í blaki karla ţegar liđiđ lagđi HK ađ velli í Digranesi í dag.  Jason

Fréttir

Stjarnan Íslandsmeistari í blaki karla

Vignir Hlöđversson fyrirliđi Stjörnunnar tekur viđ bikarnum
Vignir Hlöđversson fyrirliđi Stjörnunnar tekur viđ bikarnum
Stjarnan tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í blaki karla þegar liðið lagði HK að velli í Digranesi í dag.  Jason Ívarsson afhenti Vigni Hlöðverssyni bikarinn að leik loknum en liðið var að vinna þriðja titilinn á þessu ári.

 

Annnar leikur liðanna fór fram í Digranesi í dag.  Fjölmargir áhorfendur mættu til að styðja við sín lið enda um sannkallaðan grannaslag að ræða.  Stjarnan sigraði fyrsta leikinn í Garðabæ á þriðjudaginn 3-2 í æsispennandi leik. 

Í fyrstu hrinu var jafnt nánast allan tímann eða þangað til Stjarnan náði þriggja stiga forskoti um miðja hrinu.  Stjarnan sigraði hrinuna 25-20.  Stjarnan náði ágætis forskoti í annarri hrinu en HK náði að jafna og komast yfir 9-8.  Eftir það hafði HK forystu í hrinunni og höfðu yfir 23-21.  Þá náðu Stjörnumenn að jafna leikinn og komast yfir 24-23.  Þá jafnaði HK aftur og skoraði þrjú síðustu stigin í hrinunni 26-24. 

HK hafði yfirhöndina í þriðju hrinunni lengst af.  Stjörnumenn hleyptu þeim þó aldrei langt frá sér og náðu góðum kafla þar sem þeir jöfnuðu og komust yfir 17-15.  Stjarnan sigraði hrinuna 25-19 og voru því í góðri stöðu í leiknum.  Stjarnan náði góðri forystu í fjórðu hrinunni og voru yfir 15-9.  HK liðið gafst þó aldrei upp og reyndu allt til að ná upp forystu Stjörnumanna.  Stjarnan sigraði hrinuna svo 25-21 og þar með leikinn 3-1. 

Stjarnan sigraði báða leikina við HK í úrslitum Íslandsmótsins og hömpuðu Íslandsmeistaratitlinum annað árið í röð.  Þetta er í fjórða skipti á fimm árum sem Stjarnan verður Íslandsmeistari í blaki karla.


Athugasemdir

Svćđi

Blaksamband Íslands

Engjavegi 6  |  104 Reykjavík

Sími 514 4111  |  Fax 514 4112

Netfang bli@bli.is 

Póstlisti

Skráđu ţig á póstlistann okkar

Deildu okkur

Deildu okkur á veraldarvefnum.