Stelpurnar í 5.sæti á NEVZA U19

Stelpurnar í 5.sæti á NEVZA U19 Íslensku stelpurnar sigruðu Færeyjar í lokaleik sínum á NEVZA móti U19 landsliða sem fram fór í Kettering á Englandi.

Fréttir

Stelpurnar í 5.sæti á NEVZA U19

Íslensku stelpurnar sigruðu Færeyjar í lokaleik sínum á NEVZA móti U19 landsliða sem fram fór í Kettering á Englandi. Stelpurnar sigruðu 3-0 (14-25, 19-25, 22-25) og enda þar með í 5.sæti mótsins.
Stigahæstar í íslenska liðinu voru þær Særún Birta Eiríksdóttir og Tinna Rut Þórarinsdóttir með 10 stig hvor.

Íslensku strákarnir mættu einnig Færeyjum á sama tíma en sá leikur tapaðist 3-1 (16-25, 23-25, 25-23, 19-25).
Stigahæstir í liði Íslands voru Þórarinn Örn Jónsson með 17 stig Atli Fannar Pétursson með 16 stig.

Hópurinn heldur nú heim á leið og er áætluð heimkoma annað kvöld.


Athugasemdir

Svæði

Blaksamband Íslands

Engjavegi 6  |  104 Reykjavík

Sími 514 4111  |  Fax 514 4112

Netfang bli@bli.is 

Póstlisti

Skráðu þig á póstlistann okkar

Deildu okkur

Deildu okkur á veraldarvefnum.