Neđri deildirnar klárast hver af annarri

Neđri deildirnar klárast hver af annarri Hrunamenn tryggđu sér deildarmeistaratitilinn í 1. deild karla ţetta tímabiliđ. Gríđarleg spenna í 1. deild

Fréttir

Neđri deildirnar klárast hver af annarri

Hrunamenn sćlir međ gulliđ
Hrunamenn sćlir međ gulliđ

Hrunamenn tryggðu sér deildarmeistaratitilinn í 1. deild karla þetta tímabilið. Gríðarleg spenna í 1. deild kvenna og deildarmeistarar krýndir um síðustu helgi.

Síðustu leikirnir í 1. deild karla fóru fram í gærkvöld þegar tvö efstu liðin mættust Hrunamenn og HK b á Flúðum. Heimamenn höfðu betur 3-0 og hömpuðu deildarmeistaratitlinum í 1. deild karla með 32 stig í deildinni. HK b endaði í 2. sæti með 20 stig og Hamar í því þriðja með 18 stig. Hamar spilaði við Fylki B í Hveragerði í gærkvöldi og fór með sigur af hólmi 3-0.

Keppni í neðri deildum kláraðist um helgina þegar þriðja, fjórða og fimmta deild kvenna léku í Íþróttahúsinu á Álftanesi. Í 3. deild kvenna vann lið HK G og með þeim í 2. deild kvenna fer systur liðið HK F. Dímon/Hekla endaði í þriðja sæti 3. deildar. 

Súlnalið UMF. Glóa frá Siglufirði vann 4. deild kvenna með stæl, tapaði ekki leik og endaði með 40 stig og hampaði deildarmeistaratitlinum. HK H endaði í 2. sæti og fer með Súlum upp í 3. deild en Umf. Hrunamenn B endaði í 3. sæti deildarinnar. 

Skriðurnar í UMF. Glóa frá Siglufirði áttu góðu gengi að fagna í vetur. Liðið tapaði ekki leik og endaði með 40 stig og hampaði deildarmeistaratitlinum í 5. deild kvenna. Annað lið að norðan fer upp í 4. deildina, Kormákur frá Hvammstanga endaði í 2. sæti deildarinnar með 27 stig eða jafnmörg og HK d sem hafði verra hrinuhlutfall og endaði því í þriðja sæti. 

Keppni í 2. deild karla og kvenna kláraðist um daginn en þar unnu Skellur frá Ísafirði deildarmeistaratitilinn í kvennaflokki og fara upp í 1. deild kvenna í haust. Með þeim fer lið Hamars úr Hveragerði sem endaði í 2. sæti. Afturelding C endað í 3. sætinu. Í karlaflokki vann lið Fylkis V annað árið í röð og Skellur varð í 2. sæti. Stjarnan 3 hafnaði í 3. sæti deildarinnar. 

Leikið var í Íslandsmót fyrir austan í vetur. Sindri frá Hornafirði vann 2.deild karla austur með 16 stig og Huginn Seyðisfirði endað í 2. sæti með 12 stig. Í 3. sæti varð Þróttur Nb. Í 2. deild kvenna austur vann lið Þróttar Nb, Höttur í 2.sæti og Huginn í því þriðja. Í 3. deild kvenna vann lið Sindra frá Hornafirði, Þróttur N e var í öðru sæti og Valur í því þriðja.

Úrslit eiga eftir að ráðast í 1. deild kvenna

Gríðarleg spenna er um 4 efstu sætin í 1. deild kvenna. Afturelding B stendur vel að vígi með 31 stig á toppi deildarinnar en HK B er í 2.sætinu með 28 stig. Í 3. sæti situr lið UMFG með 27 stig og hefur þegar misst af deildarmeistaratitlinum þar sem liðið á aðeins 1 leik eftir og 3 stig í boði. Ýmir er í 4. sætinu með 26 stig og á tvo leiki eftir og á því enn möguleika á deildarmeistaratitlinum fari leikir svo. 

Framundan eru Stjarnan A - Ýmir á föstudaginn og svo Álftanes gegn Ými á mánudaginn. Bresi og Fylkir mætast á þriðjudag og Afturelding mætir UMFG á miðvikudag í næstu viku. Stjarnan A og HK B eigast við föstudaginn 27. mars. 


Athugasemdir

Svćđi

Blaksamband Íslands

Engjavegi 6  |  104 Reykjavík

Sími 514 4111  |  Fax 514 4112

Netfang bli@bli.is 

Póstlisti

Skráđu ţig á póstlistann okkar

Deildu okkur

Deildu okkur á veraldarvefnum.