Massimo ráðinn aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins
Blaksamband Íslands hefur samið við Massimo Pistoia í landsliðsteymi karlalandsliðsins.
Massimo er 31 árs og er í þjálfarastarfi hjá blakdeild HK. Blaksambandið samdi við Massimo sem aðstoðarmann nýja þjálfara karlalandsliðsins, Christophe Achten en samningur þeirra beggja er fram yfir Smáþjóðaleikana 2019 í Svartfjallalandi.
Verkefni karlalandsliðsins á árinu er riðlakeppni fyrir EM2019 en liðið spilar í riðli með Moldavíu, Svartfjallalandi og Slóvakía en leikið er í ágúst og janúar 2019. Reikna má með undirbúningstímabili hjá landsliðinu frá maímánuði og fram í miðjan ágúst þegar leikirnir hefjast, þó með fríum inn á milli.
Massimo Pistoia er ungur en reynslumikill þjálfari. Áður en hann réð sig til HK hafði hann þjálfað unglingalið Lube Macerata sem er einn af stóru klúbbunum á Ítalíu. Massimo kláraði hæstu þjálfaragráðuna á Ítalíu á dögunum og nýtir það eflaust áfram í starfi sínu hjá HK og landsliðinu.
Við bjóðum Massimo velkominn í þjálfarateymi karlalandsliðsins
Athugasemdir