Leikjaniðurröðun neðri deilda klár
Hér til hægri má finna leikjaniðurröðun fyrir fyrsta helgarmótið í Neðri deildum Íslandsmótsins sem fram ferð helgina 13. - 14. október n.k.
Örlitlar breytingar voru á deildarskiptingu frá fyrri útgáfu þar sem einhver lið drógu sig úr keppni vegna manneklu.
Það eru því einungis 11 lið í 5. deild kvenna en ekki 12 eins og áður var sett fram.
Við minnum á reglugerðarbreytingarnar frá Ársþingi BLÍ þar sem lið þurfa að skila inn nafnalista fyrir 1. leik og því verða að vera sömu nöfn á öllum leikskýrslum í hverju móti. Hægt að gera það í mótakerfinu á ykkar svæði með því að gera "fyrirfram leikskýrslu" eða, ef þið finnið ekki út úr því, þá bara hafa blað sem ekki má breyta.
Reglan um 7 leikjahæstu leikmenn virkar ekki í Neðri deildum.
Athugasemdir