Karlalandsliđiđ komiđ yfir 200 landsleiki frá upphafi

Karlalandsliđiđ komiđ yfir 200 landsleiki frá upphafi Karlalandsliđiđ í blaki lék sinn 200. leik á sunnudaginn ţegar liđiđ spilađi gegn Kýpur.

Fréttir

Karlalandsliđiđ komiđ yfir 200 landsleiki frá upphafi

Karlalandsliðið í blaki lék sinn 200. leik á sunnudaginn þegar liðið spilaði gegn Kýpur. Kvennalandsliðið lék sinn 150. leik þegar liðið lék við San Marino á föstudag.

Samkvæmt tölfræði Blaksambandsins hefur kvennalandsliðið leikið 152 landsleiki og karlaliðið alls 201 landsleik. Þessa leiki hafa 114 karlar leikið og 103 konur. 
 
Þeir leikmenn sem eru með flesta landsleiki eru enn að spila með landsliðinu. Fríða Sigurðardóttir hefur leikið 71 landsleik en næstar á eftir henni eru Oddný Erlendsdóttir með 66 leiki og Birna Hallsdóttir með 64 leiki, en þær hafa ekki leikið landsleik um nokkurt skeið. Í karlaflokki eru Emil Gunnarsson og Vignir Þröstur Hlöðversson báðir með 98 landsleiki en hinn gamalkunni Leifur Harðarson spilaði 89 landsleiki á sínum ferli.
 
Í þessari samantekt er miðað við opinbera landsleiki, hvort sem átt er við leiki í keppnum eða vináttulandsleiki. Æfingaleikir eru ekki inni í þessum tölum en þeir eru þónokkrir.
 
Blaksamband Íslands var stofnað 11. nóvember árið 1972 og fagnar því 40 ára afmæli á þessu ári. Fyrsti landsleikurinn í karlaflokki var tapleikur gegn Noregi þann 23. mars árið 1974 og fór fram á Akureyri. Daginn eftir léku liðin annan leik í Hafnarfirði og þá vannst fyrsta hrinan í landsleik en Ísland tapaði þeim leik 3-1.
 
Íslenska kvennalandsliðið lék sinn fyrsta leik líka á Akureyri gegn Færeyjum. Sá leikur var 2. mars árið 1979 og vannst 3-0. Daginn eftir vann Ísland Færeyjar aftur 3-0 í Reykjavík en þess ber að geta að fyrstu 15 landsleikir Íslands voru gegn Færeyjum.

Athugasemdir

Svćđi

Blaksamband Íslands

Engjavegi 6  |  104 Reykjavík

Sími 514 4111  |  Fax 514 4112

Netfang bli@bli.is 

Póstlisti

Skráđu ţig á póstlistann okkar

Deildu okkur

Deildu okkur á veraldarvefnum.