KA Íslandsmeistari í blaki karla

KA Íslandsmeistari í blaki karla KA varđ í dag Íslandsmeistari í blaki karla ţegar liđiđ lagđi HK í Digranesinu í annarri viđureign liđanna. KA tókst ţar

Fréttir

KA Íslandsmeistari í blaki karla

KA varð í dag Íslandsmeistari í blaki karla þegar liðið lagði HK í Digranesinu í annarri viðureign liðanna. KA tókst þar með ætlunarverk sitt, að hirða alla titlana í meistaraflokki árið 2010.

 

KA vann leikinn í dag nokkuð auðveldlega ef maður kíkir á tölurnar. Spenna var í upphafi leiksins en um miðbik hrinunnar virtist koma upp staða sem sést nánast aldrei á blakvellinum. Mikil reikistefna var við ritaraborðið og þá orðið ljóst að leikmaður nr. 16 hjá HK var ekki skráður á leikskýrsluna. Leikmaðurinn hafði spilað alla hrinuna og hann nú sendur upp í stúku og öll stig HK þurrkuð út. KA því komið með gott forskot sem þeir létu aldrei af hendi og unnu fyrstu hrinu 7-25.

HK virtist skelkað eftir þetta atvik og komust aldrei í takt við leikinn að nýju. KA vann aðra hrinuna 11-25 og þá þriðju 14-25 og gulltryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn 2010 í blaki karla. Um 150 áhorfendur voru á leiknum í Digranesi og umgjörðin glæsileg.

Þetta er í þriðja sinn sem KA verður Íslandsmeistari í karlaflokki en 19 ár eru síðan það gerðist síðast, eða árið 1991. Áður voru þeir Íslandsmeistarar árið 1989. Norðanmenn væntanlega kampakátir með árangur liðsins í vetur sem hefur náð þrennunni og unnið alla titla sem í boði eru fyrir meistaraflokka á árinu 2010.

Jason Ívarsson afhenti fyrirliða KA bikarinn að leik loknum. Heimasíða BLÍ óskar KA mönnum til hamingju með árangurinn í vetur.


Athugasemdir

Svćđi

Blaksamband Íslands

Engjavegi 6  |  104 Reykjavík

Sími 514 4111  |  Fax 514 4112

Netfang bli@bli.is 

Póstlisti

Skráđu ţig á póstlistann okkar

Deildu okkur

Deildu okkur á veraldarvefnum.