Ísland í Færeyjum

Ísland í Færeyjum Ísland hóf leik í morgun í U16 keppni Evrópumótsins í blaki kvenna. Mótið fer fram í Færeyjum um helgina en stelpurnar mættu liði

Fréttir

Ísland í Færeyjum

Úr leikhléi liðsins
Úr leikhléi liðsins

Ísland hóf leik í morgun í U16 keppni Evrópumótsins í blaki kvenna. Mótið fer fram í Færeyjum um helgina en stelpurnar mættu liði Finnlands snemma í morgun. 

Íslenska liðið spilar í riðli með Finnlandi og Svíþjóð en seinni leikur okkar stúlkna í dag hefst kl. 13.00 í dag, og þá gegn Svíþjóð. Ísland tapaði leiknum í morgun gegn Finnlandi 3-0, 25-11, 25-11 og 25-14. 

Mótinu í Færeyjum er streymt héðan á síðu Blaksambands Færeyja. Á morgun eru svo fjórðungsúrslit og undanúrslit en á sunnudag er leikið til úrslita. 


Athugasemdir

Svæði

Blaksamband Íslands

Engjavegi 6  |  104 Reykjavík

Sími 514 4111  |  Fax 514 4112

Netfang bli@bli.is 

Póstlisti

Skráðu þig á póstlistann okkar

Deildu okkur

Deildu okkur á veraldarvefnum.