HK og Ţróttur R bikarmeistarar 2009

HK og Ţróttur R bikarmeistarar 2009 Ţađ var sannkölluđ veisla í Laugardalshöllinni í gćr ţegar bikarmeistarar voru krýndir. HK sigrađi í kvennaflokki og

Fréttir

HK og Ţróttur R bikarmeistarar 2009

Það var sannkölluð veisla í Laugardalshöllinni í gær þegar bikarmeistarar voru krýndir. HK sigraði í kvennaflokki og Þróttur R vann í karlaflokki.

 

HK spilaði til úrslita við Þrótt Nes en það er eina liðið sem hafði unnið HK í deildinni í vetur. HK var mun sterkari aðilinn í leiknum og vann fyrstu tvær hrinurnar 25-16 og 25-13. Þriðja hrinan var æsispennandi og með mikilli baráttu og sigurvilja hjá Þrótti Nes tókst þeim að landa sigri í hrinunni, 23-25 og staðan því orðin 2-1 HK í vil.

Reynslumiklar HK konur náðu svo að landa Bikarmeistaratitlinum með sigri í fjórðu hrinunni, 25-19 og þar með leiknum 3-0. Það var svo Karen Björg Gunnarsdóttir sem fékk bikarinn afhentan úr höndum Jasonar Ívarssonar.

Spennan var óbærileg fyrir leik KA og Þróttar í karlaflokki. Þróttarar voru fyrir leikinn taldir sigurstranglegri en annað kom á daginn í leiknum. KA menn mættu mjög vel stemmdir til leiks og komu Þrótturum á óvart með frábærum leik í fyrstu tveimur hrinunum, 25-18 og 25-18 fyrir KA. Þróttarar gáfust aldrei upp og náðu að innbyrða góðar sigur í þriðju hrinunni 16-25. Fjórða hrinan var stórkostleg skemmtun og var sem KA menn höfðu brotnað við tapið í þriðju hrinunni en á þessum tímapunkti lék Þróttaraliðið á alls oddi og vann hrinuna nokkuð örugglega 18-25, og ljóst var að úrslitin myndu ráðast í oddi.

Oddahrinuna byrjuðu Þróttarar betur og komust í 8-5 við leikvallaskipti. Forystuna létu þeir aldrei af hendi og unnu oddahrinuna 11-15 og þar með leikinn 2-3. Valur Guðjón Valsson fyrirliði Þróttar fékk Brosbikarinn afhentan að leik loknum við mikil fagnaðarlæti enda um áratugur síðan Þróttur vann þennan titil í karlaflokki.


Athugasemdir

Svćđi

Blaksamband Íslands

Engjavegi 6  |  104 Reykjavík

Sími 514 4111  |  Fax 514 4112

Netfang bli@bli.is 

Póstlisti

Skráđu ţig á póstlistann okkar

Deildu okkur

Deildu okkur á veraldarvefnum.