HK á topp Mizunodeildar kvenna

HK á topp Mizunodeildar kvenna HK settist á topp Mizunodeildar kvenna í gćrkvöld međ sigri á Ţrótti Reykjavík. Fjölmargir leikir eru á dagskrá um helgina.

Fréttir

HK á topp Mizunodeildar kvenna

HK settist á topp Mizunodeildar kvenna í gærkvöld með sigri á Þrótti Reykjavík. Fjölmargir leikir eru á dagskrá um helgina.

Þróttur Reykjavík fékk HK í heimsókn í Laugardalshöllina í gærkvöld. HK hefur ekki tapað leik í deildinni það sem af er eftir 5 leiki og ekki varð breyting þar á í gærkvöld. HK vann fyrstu hrinuna 25-12 og þá næstu 25-10. Þróttur beit frá sér í þriðju hrinu og vann hana 25-13 en það var fyrsta hrinan sem HK tapar á tímabilinu. Herborg Vera Leifsdóttir var stigahæst í liði HK með 16 stig en Ingibjörg Gunnarsdóttir skoraði 9 stig. Í liði Þróttar var Sunna Þrastardóttir stigahæst með 11 stig og Brynja Guðjónsdóttir með 8 stig. 

HK er á toppi deildarinnar með 15 stig eftir 5 leiki. Afturelding hefur fullt hús stiga með 12 stig eftir 4 leiki í 2. sæti en liðið leikur tvo leiki gegn KA um komandi helgi að Varmá í Mosfellsbæ. Fyrri leikur liðanna er settur á kl. 20.00 á föstudagskvöld og sá síðari kl. 13.15 á laugardag. Þá verður einnig leiki í Neskaupstað í Mizunodeild kvenna um helgina. Stjarnan heimsækir Þrótt Nes austur og leika liðin á föstudag kl. 20.00 og laugardag kl. 12.00.

Leikið verður í Mizunodeild karla einnig um helgina. Afturelding fær KA í heimsókn á föstudagskvöld kl. 18.30 að Varmá og í Neskaupstað leika Þróttur Nes og HK á laugardag kl. 14.00. Fylkir fær svo KA í heimsókn á laugardag kl. 17.30.


Athugasemdir

Svćđi

Blaksamband Íslands

Engjavegi 6  |  104 Reykjavík

Sími 514 4111  |  Fax 514 4112

Netfang bli@bli.is 

Póstlisti

Skráđu ţig á póstlistann okkar

Deildu okkur

Deildu okkur á veraldarvefnum.