Stjarnan Íslandsmeistari 2008

Stjarnan Íslandsmeistari 2008 Stjarnan og Ţróttur tókust á í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í gćr ţar sem Stjarnan fór međ sigur af hólmi og tryggđi

Fréttir

Stjarnan Íslandsmeistari 2008

Stjarnan međ alla titlana 2008
Stjarnan međ alla titlana 2008
Stjarnan og Þróttur tókust á í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í gær þar sem Stjarnan fór með sigur af hólmi og tryggði sér þar með Íslandsmeistaratitilinn árið 2008, þriðja árið í röð.


Bæði lið mættu einbeitt til leiks í gær en liðin áttu háspennuleik á þriðjudag þar sem Þróttur vann 3-2 og tryggði oddaleikinn. Heimaliðið náði strax forystu í leiknum á upphafsmínútunum og var ljóst að áhorfendur studdu vel við bak sinna manna en um 250 manns mættu á leikinn.

Fyrsta hrinan var jöfn og mátti varla sjá á milli hvort liðið myndi bera sigur úr bítum. Stjörnumenn virtust svo sterkari á lokasprettinum og unnu 25-21. Jafnræði var á með liðunum í byrjun annarrar hrinu en svo seig á ógæfuhliðina hjá Þrótti og Stjörnumenn nýttu sér það og komust í fimm stiga forystu, 14-9. Eftir það komst Þróttur engan veginn inn í leikinn og heimaliðið innbyrti sigur í hrinunni, 25-19.

Stjarnan byrjaði þriðju hrinuna vel og gekk lítið upp hjá Þrótti. Stjarnan komst í 9-5 og Þróttarar náðu að minkka muninn í 14-13. Þá komu tvö stig í röð hjá Stjörnunni og þeir því komnir í þægilega stöðu fyrir lokaátökin í hrinunni. Fór svo að Stjarnan vann hrinuna 25-20 og þar með leikinn 3-0, sem var nokkuð óvænt miðað við leik liðanna á þriðjudagskvöldið.

Stjarnan hampaði Íslandsmeistaratitlinum að leik loknum og hafa unnið hann nú þrjú ár í röð og alls fimm sinnum á síðustu 6 árum.


Athugasemdir

Svćđi

Blaksamband Íslands

Engjavegi 6  |  104 Reykjavík

Sími 514 4111  |  Fax 514 4112

Netfang bli@bli.is 

Póstlisti

Skráđu ţig á póstlistann okkar

Deildu okkur

Deildu okkur á veraldarvefnum.