HK Íslandsmeistari í blaki karla

HK Íslandsmeistari í blaki karla Ţađ var ţéttsetiđ í Fagralundi í kvöld ţegar HK og KA spiluđu hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í blaki

Fréttir

HK Íslandsmeistari í blaki karla

Mynd: ţorsteinn Gunnar Guđnason
Mynd: ţorsteinn Gunnar Guđnason

Það var þéttsetið í Fagralundi í kvöld þegar HK og KA spiluðu hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í blaki karla. HK liðið hafði heimavöllinn með sér og vann leikinn 3-1 og þar með úrslitaeinvígið 3-2 í leikjum talið. HK varð Íslandsmeistari í 6. sinn og vann nú þrennuna en 20 ár eru síðan það gerðist síðast.

Bæði lið komu einbeitt til leiks og ætluðu að selja sig dýrt í leiknum. KA liðið leit betur út í fyrstu og náði liðið strax forskoti. HK náði þó að jafna leikinn og komast yfir 22-21 og hófst þá baráttan um fyrstu hrinuna fyrir alvöru. Gestirnir náðu að klára hrinuna 26-28 og komast yfir í leiknum. 

HK liðið var mun sterkara liðið í annarri hrinunni og var komið með gríðarlegt forskot þegar KA menn hentu inn hvíta handklæðinu og gerðu skiptingar til að hvíla helstu leikmenn fyrir framhaldið. Hrinan endaði 25-9, HK í vil og orðið jafnt í hrinum.

Jafnt var í upphafi þriðju hrinu en HK liðið náði forskoti með góðum uppgjöfum 11-7. Þá forystu létu heimamenn ekki af hendi en KA náði þó að minnka muninn niður í tvö stig í lokin. HK kláraði þó hrinuna 25-21 og þurfti liðið því eina hrinu til að hampa titlinum. 

Stuðningsmenn félaganna studdu liðin af kappi allan leikinn og var mikil stemmning á pöllunum. Fjórða hrinan hófst og HK komst yfir 7-6. Jafnt var á með liðunum þangað til HK seig fram úr 19-15 og KA menn tóku leikhlé. HK hélt áfram að þjarma að gestunum og komust í 21-15 og titillinn blasti við. KA liðið kom til baka og náði að minnka muninn í 23-21 en HK tók síðustu stigin í hrinunni og vann 25-22 og þar með leikinn 3-1.

Allir leikir úrslitaeinvígisins unnust á heimavelli og allir fóru þeir 3-1. Í leiknum í kvöld var Orri Þór Jónsson stigahæstur með 16 stig fyrir HK en fyrirliði HK, Brynjar Júlíus Pétursson gerði 15 stig. Í liði KA var Piotr Kempisty stigahæstur með 19 stig og hinn ungi og efnilegi Ævarr Freyr Birgisson gerði 8 stig. 

HK vann Íslandsmeistaratitilinn í 6. sinn í kvöld. Liðið varði titilinn frá því í fyrra en þá vann liðið þann eina titil. Tuttugu ár eru liðin síðan HK vann þrennuna eins og liðið gerði nú, þ.e. deild-, bikar- og Íslandsmeistaratitil en það gerðist síðast árið 1993.


Athugasemdir

Svćđi

Blaksamband Íslands

Engjavegi 6  |  104 Reykjavík

Sími 514 4111  |  Fax 514 4112

Netfang bli@bli.is 

Póstlisti

Skráđu ţig á póstlistann okkar

Deildu okkur

Deildu okkur á veraldarvefnum.