Asicsbikarmeistarar krýndir

Asicsbikarmeistarar krýndir Afturelding og KA unnu Asicsbikarinn 2012 í nokkuđ fjörugum úrslitaleikjum í Laugardalshöllinni í dag. KA menn unnu ţriđja

Fréttir

Asicsbikarmeistarar krýndir

Afturelding og KA unnu Asicsbikarinn 2012 í nokkuð fjörugum úrslitaleikjum í Laugardalshöllinni í dag. KA menn unnu þriðja árið í röð og unnu bikarinn því til eignar. Afturelding vann sinn fyrsta titil í meistaraflokki kvenna í blaki í dag.

Apostol Apostolov var í leikbanni þegar lið hans Afturelding mætti Þrótti Nes í úrslitaleik Asicsbikarsins í dag.  Steinn Einarsson stjórnaði liðinu í fjarveru þjálfarans. Hinum megin var Matthías Haraldsson, þjálfari Þróttar Nes í sínum fyrsta úrslitaleik sem þjálfari liðsins.
 
Afturelding byrjaði af krafti og þurfti Matthías að taka leikhlé í stöðunni 1-6 fyrir Aftureldingu, í fyrstu hrinu. Þróttur Nes komst inn í leikinn og jafnaði 16-16 en þá gáfu Mosfellingar í og kláruðu hrinuna 25-18. Hrina númer tvö var jöfn framan af og Þróttur Nes hafði frumkvæðið lengi vel. Afturelding náði að jafna leikinn 17-17 og unnu hrinuna svo með góðum uppgjöfum og öflugum sóknarleik, 25-18.
 
Þriðja hrinan var einnig jöfn en liðin skildu að um miðbik hrinunnar. Afturelding vann hrinuna 25-19 og þar með leikinn 3-0. Zaharina Filipova hjá Aftureldingu var valin besti leikmaður leiksins í dag og fékk verðlaun sín afhent að leik loknum. Þá tók hún einnig við Asicsbikarnum 2012 úr höndum formanns BLÍ.
 
Í karlaflokki mættust stálin stinn, KA og Stjarnan. KA menn höfðu dregið gömlu jálkana með sér í bikarinn, Davíð Búa Halldórsson, Val Traustason og Hjört Halldórsson. Stjarnan seldi sig dýrt í leiknum og gaf allt í botn í fyrstu hrinuna. Stjarnan vann hana sannfærandi 25-15. Önnur hrinan var hníf jöfn nánast allan tímann. Mikið muna um Piotr Kempisty sem var þá kominn í gang og hamraði hvern boltann á fætur öðrum í gólf Stjörnumanna, 25-21, KA í vil.
 
Stjarnan byrjaði betur í þriðju hrinunni og voru yfir þar til í stöðunni 15-15 að KA seig fram úr. KA liðið náði þá góðum kafla sem Stjörnumenn náðu ekki að leysa og kláraðist hrinan 25-18, KA í vil. Í fjórðu hrinunni byrjar KA mun betur og heldur forystu allan tímann. Stjarnan nær að klóra í bakkann undir lokin á hrinunni en Piotr Kempisty kláraði leikinn 25-21, og KA vann 3-1.
 
Piotr Kempisty var valinn besti leikmaður leiksins í dag en Davíð Búi Halldórsson tók við Asicsbikarnum 2012 úr höndum formanns BLÍ.
 
Á bikarúrslitunum í Asicsbikarnum í dag var dregið í aðgöngumiðahappdrætti. Í vinning voru fjögur 10.000 kr. Gjafabréf frá Sportís Heildverslun og tvenn Asics skópör.
 
Í kvennaleiknum fengu þessi vinning:
Sigrún Kristjánsdóttir  - 10.000 kr. Gjafabréf
Finnur Ingimarsson    -  10.000 kr. Gjafabréf
Eyrún Þórðardóttir     -   Asics skópar
 
Í karlaleiknum fengu þessi vinning:
Erla María Árnadóttir   - 10.000 kr. Gjafabréf
Berlind Alda Ástþórsdóttir - 10.000 kr. Gjafabréf
Kent Lauridsen  - Asics skópar
 
Blaksamband Íslands og Sportís Heildverslun vilja þakka þeim sem komu að sjá frábæra leiki um helgina í Laugardalshöllinni. Umgjörðin var glæsileg að vanda og vonum við að í framtíðinni komi enn fleiri og njóta góðra leikja í blakinu. Framundan er mikið um að vera sem endar ekki fyrr en í lok apríl, með öldungamóti BLÍ í Fjallabyggð. 

Athugasemdir

Svćđi

Blaksamband Íslands

Engjavegi 6  |  104 Reykjavík

Sími 514 4111  |  Fax 514 4112

Netfang bli@bli.is 

Póstlisti

Skráđu ţig á póstlistann okkar

Deildu okkur

Deildu okkur á veraldarvefnum.