Flottir undanúrslitaleikir í Digranesi

Flottir undanúrslitaleikir í Digranesi Kjörísbikarinn í blaki nær hámarki í Digranesi 10. og 11. mars næstkomandi. Dregið var í undanúrslit í gærkvöld í

Fréttir

Flottir undanúrslitaleikir í Digranesi

Kjörísbikarinn í blaki nær hámarki í Digranesi 10. og 11. mars næstkomandi. Dregið var í undanúrslit í gærkvöld í Hveragerði, heimabæ Kjörís. 

Lokaleikirnir í 8 liða úrslitunum fór fram í gær þegar KA heimsótti Aftureldingu í kvennaflokki og Hamar fékk HK í heimsókn í karlaflokki. Leikurinn í Hveragerði var í beinni útsendingu á Sporttv en á milli hrina var dregið í undanúrslit keppninnar. 

Kjörísbikar kvenna

Laugardagur 10. mars í Digranesi
kl. 13.00   HK-Stjarnan
Kl. 15.00   Þróttur Nes-Afturelding

Kjörísbikar karla

Laugardagur 10. mars í Digranesi
Kl. 17.00   Hrunamenn-KA
Kl. 19.00   HK-Stjarnan

Allir undanúrslitaleikirnir verða í beinni útsendingu á SPORTTV. 

Það verður sannkölluð bikarveisla í Digranesi þessa helgi þar sem úrslitin verða svo sunnudaginn 11. mars, kvennaleikur kl. 13.30 og karlaleikur kl. 15.30 í beinni á RÚV.

Þá verða einnig úrslitaleikir í 3. flokki og 4. flokki bæði hjá drengjum og stúlkum en þeir verða spilaðir kl. 09.00 og 11.00 á morgnum báða dagana. 


Athugasemdir

Svæði

Blaksamband Íslands

Engjavegi 6  |  104 Reykjavík

Sími 514 4111  |  Fax 514 4112

Netfang bli@bli.is 

Póstlisti

Skráðu þig á póstlistann okkar

Deildu okkur

Deildu okkur á veraldarvefnum.