Ársþing BLÍ 2024

Ársþing BLÍ verður haldið laugardaginn 13. apríl n.k kl  17:00 Í Vallarhúsinu sem staðsett er við fótboltavöllinn á Húsavík

Málefni sem sambandsaðilar óska eftir að tekin verði fyrir á þinginu, skulu tilkynnt stjórn BLÍ minnst 21 degi fyrir þingið, þ.e í síðasta lagi 23. mars.  Tillögur skulu sendar með tölvubréfi á netfang BLÍ bli@bli.is

Allar tillögur sem hafa borist fyrir þingið verða sendar út í síðasta lagi 1. apríl til sambandsaðila og settar á heimasíðu Blaksambandsins.  Kjörbréf fyrir þingið eru send á héraðssambönd og íþróttabandalög.

Auglýst er eftir framboðum til stjórnar Blaksambands Íslands og framboðsfrestur er til 1 apríl.

  • Þremur  aðalmönnum til tveggja ára
  • Þremur varamönnum til eins árs.

Framboðum skal skila á netfangið bli@bli.is

Tillögur að reglugerðabreytingum sem nú eru komnar og voru ræddar á reglugerðarfundi 12. mars má finna hér: